Fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri-Ásum við Skaftá segir vatnavöxtinn hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun.

Innlent

Rann­sókn hætt á meintum brotum Ramm­stein söngvarans

Rann­sókn á meintum kyn­ferðis­brotum Till Lindemann, söngvara þýsku hljóm­sveitarinnar Ramm­stein, hefur verið hætt af sak­sóknara í Þýska­landi. Á­stæðan er að ekki fundust nægi­lega mikil sönnunar­gögn fyrir hinum meintu brotum og þá vildi enginn stíga fram sem vitni.

Erlent

„Þau verða bara að tala saman“

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún ætli að viðhalda veiðibanni á stórhvölum. Hún segist stefna á að taka ákvörðun sem fyrst en starfsmenn ráðuneytis hennar séu að vinna úr skýrslu sem birt var í gær um frávik við veiðar á hvölum.

Innlent

Reiði beinist að DeSantis

Eftir að ungur rasisti myrti þrjár svartar manneskjur í Jacksonville í Flórída um helgina hafa margir reiðst Ron DeSantis, ríkisstjóra. Fyrir árásina hafði hann verið sakaður um að skapa andrúmsloft haturs gegn svörtum Bandaríkjamönnum og öðru þeldökku fólki og reiðin hefur aukist eftir árasina.

Erlent

Þingflokksformaður vill geta horft í spegil

Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin.

Innlent

Segist voða lítið í „ef“ spurningum

Sigurður Ingi Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra og for­maður Fram­sóknar­flokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Fram­sóknar við Svan­dísi Svavars­dóttur, mat­væla­ráð­herra, komi til þess að van­trausti verði lýst yfir á hendur ráð­herranum og sú til­laga mögu­lega studd af Sjálf­stæðis­mönnum.

Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður ítarlega sagt frá hlaupi í Skaftá, sem nú er hafið. Rætt verður við Kristínu Elísu Guðmundsdóttur náttúruvársérfræðing, sem greinir almennt frá hlaupum í ánni og hverjar hætturnar geti mögulega verið.

Innlent

DiCaprio hvetur Ís­land til að banna hval­veiðar al­farið

Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag.

Erlent

Skáftárhlaup er hafið

Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli.

Innlent

Líkur á síð­degis­skúrum sunnan­lands

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði fremur hæg breytileg átt eða hafgola í dag. Bjart verður að mestu en skýjað austantil framan af degi. Um sunnanvert landið eru hins vegar líkur á stöku síðdegisskúrum.

Veður